Undanúrslit karla hefjast í dag!Prenta

Körfubolti

Undanúrslit í Subway-deild karla hefjast í dag þegar Njarðvík heimsækir deildarmeistara Vals í N1-Höllina að Hlíðarenda kl. 20:15. Rétt eins og í 8-liða úrslitum þarf þrjá sigra í einvíginu til þess að komast áfram í úrslit.

Njarðvík og Valur hafa spilað tvo hörku leiki á tímabilinu sem Valsarar mörðu. Nú er röðin komin Ljónunum og þá mætum við græn! Athugið að það er fótboltaleikur sem fer fram að Hlíðarenda fyrir viðureignina okkar í kvöld og hér að neðan má sjá orðsendinu frá Valsmönnum er varðar bílastæði fyrir leik kvöldsins:

„Á undan okkar leik á morgun er leikur í fótbolta karla, Besta deildin, Valur – Fram, kl: 18:00. Það má því búast við að það verði erfitt með bílstæði við húsið frá kl: 17:30. Ég vildi láta ykkur vita af þessu til að þið getið undirbúið ykkur og ef þið viljið láta ykkar fólk vita. Það eru góð stæði við PwC húsið og Krabbameinsfélagið sem er í 3 mín fjarðlægð og svo við Icelandair skrifstofurnar, það tekur 5 mín að labba þaðan. Ég vona að það sé skilningur á þessu og allt gangi vel. Ég setti með kort þar sem nóg er af stæðum að kvöldi“

Fyrir fánann og UMFN