Undanúrslit: Rimman um Reykjanesbæ hefst 19. apríl í IceMar HöllinniPrenta

Körfubolti

Undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og Keflavíkur í Bónusdeild kvenna hefst í IceMar Höllinni laugardaginn 19. apríl kl. 17.00. Eins og í 8-liða úrslitum þá þarf þrjá sigra til að tryggja sér farseðilinn í úrslitin.

Miðasala er hafin á Stubbur app og þar verður hægt að næla sér í VIP miða sem er undir körfu og þar fylgir borgari og drykkir. Tryggið ykkur miða á leikinn í tæka tíð – mætum græn!

Lasersmiðjan hefur einnig brugðið undir sig betri fætinum og verður með Njarðvíkurvarning til sölu á leiknum. Bolir með leikmannamyndum, derhúfur, glasamottur og fleira. Allt sem þarf í góðri úrslitakeppni.

Eins og flestum er kunnugt mættust liðin í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð þar sem Keflavík hafði betur. Í komandi seríu eru bikarmeistarar Njarðvíkur með heimaleikjaréttinn og því hefjum við leik í IceMar Höllinni. Liðin mættust þrívegis í deildarkeppninni þar sem Njarðvík vann tvo leiki og Keflavík einn og nokkuð ljóst að hér er að hefjast mögnuð rimma.

Hér má sjá leikjaplanið í undanúrslitum:

Leikur 1, 19. apríl: Njarðvík – Keflavík kl. 17.00 / IceMar Höllin
Leikur 2, 23. apríl: Keflavík – Njarðvík kl. 18.00 / Blue Höllin
Leikur 3: 27. apríl: Njarðvík – Keflavík kl. 19:15 / IceMar Höllin
Leikur 4: 1. maí: Keflavík – Njarðvík kl. 19:15 / Blue Höllin (ef þarf)
Leikur 5: 4. maí: Njarðvík – Keflavík (tímasetn óstaðfest)/ IceMar Höllin (ef þarf)

Hlökkum til að taka á móti ykkur í IceMar Höllinni – besta skemmtistað bæjarins!

#FyrirFánann