Undirbúningstímabilið hafið með sigurleikPrenta

Fótbolti

Njarðvík lék sinn fyrsta æfingaleik á undirbúningstímabilinu gegn Vestra í Reykjanshöll, en æfingar hófust fyrir rúmri viku síðan. Leiknum lauk með sigri okkar 3 – 2, gestirnir voru fyrr til að skora en Marc McAusland náði að jafna, Ari Már Andrésson kom okkur yfir og aftur jöfnuðu Vestramenn. Það var svo Elton Barros sem skoraði sigumark okkar í leiknum. Leikurinn var svo sem ágætlega leikinn miðað við árstíma en þreyta farin að segja til sín í restina.

Hópurinn hjá okkur er í vinnslu en nýju leikmennirnir hjá okkur Alexander Magnússon, Atli Freyr Ottesen og Marc McAusland léku allir með í dag. Nokkur forföll einnig en það fengu líka nokkrir strákar úr 2. flokki að spreyta sig í seinnihálfleik. Þá eru nokkrir leikmenn að æfa með okkur sem ekki hafa verið með okkur áður.  Við leikum síðan aftur æfingaleik á fimmtudaginn kemur gegn Kórdrengjum í Reykjaneshöll, reiknað er með einum leik til viðbótar á þessu ári og svo er það Fótbolta.net æfingamótið í janúar.

Í byrjunarliðið í dag voru; Andri Ingvarsson (m), Arnar Helgi Magnússon, Alexander Magnússon, Marc McAusland Jökull Örn Ingólfsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Ari Már Andrésson, Atli Freyr Ottesen, Theodór Guðni Halldórsson, Krystian Wiktorowicz og Andri Gíslason.

Varamenn; Helgi Snær Elíasson, Bergstenn Freyr Árnason, Einar Valur Árnason, Kristófer Hugi Árnason, Fernando Valladares.

Mynd/ markaskorar dagsins Ari Már, Marc og Elton.