Unglingaflokkur karla komst örugglega í undanúrslit Íslandsmótsins í gærkvöldi. Þeir sigruðu Þór frá Þorlákshöfn 101-64. Þeir byrjuðu mjög sterkt og komust í 40-9. Það var ekki aftur snúið og öruggur sigur Njarðvíkinga í höfn og miði í undanúrslitin.
Ekki gekk eins vel hjá stúlknaflokki en þær töpuðu í 8 liða úrslitum í hörkuleik gegn KR á útivelli sem þurfti að tvíframlengja. Lokatölur voru 75-73.