UPPBYGGING ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA OG ÍÞRÓTTASVÆÐA Í REYKJANESBÆPrenta

UMFN

Kæru félagar UMFN.

Reykjanesbær hefur ráðist í verkefni í samstarfi við Capacent, að skilgreina og forgangsraða verkefnum sem snúa að uppbyggingu íþróttamannvirkja og -svæða í Rnb., og vilja fá meðal annars sjónarhorn íbúa í bænum á eftirfarandi:

  1.  Hver er þín skoðun á núverandi notkun íþróttamannvirkja og -svæða í Rnb, og telur þú að möguleiki sé fyrir hendi að nýta þau betur eða á hagkvæmari hátt?
  2.  Taki bæjarstjórn ákvörðun um að byggja ný íþróttamannvirki, hverskonar íþróttamannvirki er mest brýnt og hvar?

Ábendingar inná vef Rnb “reykjanesbaer.is”   (sjá auglýsingu í síðustu Vf.)

Nú er það svo að UMFN hefur ákveðið að framtíðaraðstaða félagsins verði við Afreksbraut, og þar verði vallarhús og stórt íþróttahús ásamt félagsaðstöðu allra deilda UMFN, því eins og flestir vita þá er vallarhúsið ófullnægjandi og Ljónagryfjan of lítil, enda bæði þessi hús á undanþágu sem keppnisaðstaða.  Einnig er íþróttahúsið á þessu svæði hugsað til notkunar fyrir nýjan Hlíðarskóla og bendum við því fólki á að koma þessu á framfæri inná vef Rnb sem sjónarhorni íbúa í bænum.

Aðalstjórn UMFN