Upplýsingar fyrir keppendur á AMÍPrenta

Sund

Ágætu sundmenn og foreldrar !

Aldursflokkameistaramót Íslands fer fram í Reykjavík í Laugardalslauginni 22. júní – 25. júní Eins og þið vitið þá er keppt um íslandsmeistaratitla í hinum ýmsu greinum og ýmsu flokkum en jafnframt er mótið stigakeppni félaga og þar gilda allar keppnisgreinar hvers einstaklings til stiga. Tveir hröðustu sundmenn félags í hverri grein og aldursflokki geta tekið stig fyrir félagið. Stig eru gefin miðað við sætaröð keppenda. Í boðsundum er keppt í aldursflokkum og stig gefin miðað við sætaröð boðsundssveita í lok greinar. Stigin eru þannig þannig að 8 hröðustu sundmenn í grein og aldursflokki eða 8 hröðustu boðsundssveitirnar í aldursflokki fái stig. Stig fyrir boðsund er tvöföld miðað við einstaklingsgreinar

Við höfum unnið þetta mót sl. ár og ætlum ekkert að breyta því. Því skiptir miklu máli fyrir okkur öll að koma vel undirbúin á mótið. Þess vegna þurfum við sundmenn góðir að hugsa um ýmsa þætti núna síðustu dagana fyrir mót.

Það á að borða hollan og góðan  mat og borða vel. Það á að fara snemma að sofa alla síðustu vikuna fyrir mót ( síðasta lagi kl. 22:00 ) þannig að líkaminn sé tilbúin undir átökin. Einnig á að sleppa öllum öðrum íþróttum þessa síðustu viku eins og t.d. trampólíni, línuskautum,fótbolta o.fl.

Hvert sund  á mótinu skiptir gríðarlega miklu máli og eitt sæti/stig  til eða frá getur skipt sköpum. Hvatning og samstaða skiptir  því gríðarlegu miklu máli í svona keppni. Þess vegna er mjög mikilvægt að foreldrar og sundmenn fjölmenni ávallt á laugarbakkann á meðan keppni stendur og hvetji sem mest þau mega allan tímann.

Markmið helgarinnar

Vinnum AMÍ bikarinn 

Það sem þarf að hafa með sér er:

ÍRB bolinn og stuttbuxur og ÍRB hettupeysuna. Dýnu og sængurfatnað, sundfatnað, sundgleraugu og nóg af handklæðum. Munið að merkja allar eigur ykkar. Gist verður og borðað í Laugarlækjarskóla sem er alveg við laugina. Fullt fæði er alla dagana frá fimmtudagskvöldi fram á sunnudagskvöld og kostar þessi pakki með lokahófi, AMÍ bol, og mat á bakka alls 25.900- . Lokahófið verður á Hilton Nordica á sunnudagskvöldinu.

Þessa upphæð þarf að greiða í síðasta lagi 14. júní, með því að tilkynna gjaldkera að nota eigi sjóð viðkomandi sundmanns og/eða með því að leggja inn á reikning 0142-15-381399 kt. 480310-0550 setja skýringu með nafni barnsins og senda á irbcash@gmail.com.

Mæting á æfingu í Laugardalslaug á fimmtudeginum 22. frá  kl. 18:00 – 19:00.

Keppni á sunnudeginum og hátíðarkvöldverður ásamt lokahófi er lokið um kl. 24:00.

Sundmenn ættu því að taka með sér betri fötin.

Lokahófið verður á Hilton Nordica á sunnudagskvöldinu.

Fimmtudagur: kvöldverður

Föstudagur: morgunverður,hádegisverður og kvöldverður

Laugardagur: morgunverður,hádegisverður og kvöldverður

Sunnudagur: morgunverður,hádegisverður og hátíðarkvöldverður.

Allar upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu mótsins:

www.sundsamband.is

Áfram ÍRB  :- )                                  Þjálfarar