Upplýsingar um æfingar í nýjum sóttvarnaraðgerðumPrenta

UMFN

Varðandi æfingar með tilliti til nýjustu sóttvarnaraðgerða.

Það er okkur mikilvægt að halda úti eins eðlilegu íþróttastarfi þrátt fyrir nýjar takmarkanir sem okkur hefur verið settar.  Við viljum leggja okkar að mörkum til að koma í veg fyrir að stærri hópar eða flokkar hjá okkur þurfi að fara í sóttkví.  Því viljum vekja athygli á eftirfarandi atriðum:

  • Allar æfingar halda sínu striki að öllu óbreyttu nema að annað sé tilkynnt af þjálfurum.
  • Iðkendur í smitgátt þurfa að halda sig frá æfingum, þetta er jafnvel bara 1-3 æfingar í mesta lagi sem þau missa af. 
  • Að allir gæti vel að sínum persónulegu sóttvörnum, sérstaklega fyrir og eftir æfingar- það er mjög mikilvægt.
  • Foreldrar og forráðamenn takmarki aðgang að æfingahúsnæði að nauðsynjalausu meðan æfingar eru.
  • Þar sem flokkar/hópar eru fjölmennari en 50 þá kemur það ekki að sök þar sem þeim er skipt upp í minni hópa á æfingum.