Uppskeruhátíð og nýtt starfsár yngri flokkaPrenta

Fótbolti

Uppskeruhátíð yngri flokka

Uppskeruhátíð yngri flokka fer fram á laugardaginn 9. september og hefst kl. 11:30. Hátíðin fer fram á Rafholtsvelli.

Dagskráin er með hátíðarsniði þar sem verða hoppukastali, grillveisla og auðvitað veittar viðurkenningar fyrir nýliðið starfsár.

Mikilvægur leikur hjá meistaraflokki karla er strax að hátíð lokinni og hvetjum við alla að vera áfram og styðja strákana okkar til dáða.

Nýtt starfsár yngri flokka hefst mánudaginn 4. september samkvæmt æfingatöflu.

Búið er að opna fyrir skráningar í Skráningarkerfi UMFN og hér eru allar upplýsingar um skráningu.

ATH. Þau sem voru í starfinu á þessu tímabili sem er senn að ljúka hafa verið forskráð, reikningur birtist undir ”ógreitt” í sportabler.

Allar helstu upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins www.umfn.is.

Iðkendum okkar heldur áfram að fjölga eins og undanfarin ár og vill knattspyrnudeildin halda áfram að bjóða upp á gott og metnaðarfullt starf.


NJARÐVÍK knattspyrnudeild

Afreksbraut 10. 260 Reykjanesbæ
s 421 1160 (skrifstofa) / 868 8545 / njardvikfc@umfn.is
Leikgleði, samvinna, dugnaður