Úrslitahelgi Íslandsmóts Yngri flokka um helginaPrenta

Körfubolti

Úrslitahelgi Íslandsmótsins hjá yngri flokkum verður spiluð í Seljaskóla núna um helgina og á Njarðvík 3 lið sem munu spila til undanúrslita um helgina.

Liðin sem spila til undanúrslita eru eftirfarandi:

Stúlknaflokkur gegn Haukum kl. 18:00 á föstudaginn

9.Flokkur Stúlkna gegn Keflavík kl 15:15 á laugardaginn

Drengjaflokkur kl 19:00 gegn Fjölni á laugardaginn

Leiðin til úrslita:

Stúlknaflokkur: Stelpurnar í Stúlknaflokki stóðu sig vel í vetur og enduðu í 3.sæti í deildarkeppni (10/7) og mættu þar af leiðandi liði KR í 8 liða úrslitum og unnu þann leik 67-54 . Þær mæta því sterku liði Hauka sem sitja í öðru sæti. Þær hafa mætt Haukum þrisvar áður í deildinni og hafa unnið einn leik en tapað tveimur. Nánari tölfræði Hér

  1. Leikur Njarðvík 65 : 58 Haukar
  2. Leikur Haukar 67 : 52 Njarðvík
  3. Leikur Haukar 69 : 52 Njarðvík

9.fl kvenna: Stelpurnar í 9. Flokk hafa verið með bestu liðum í sínum árgangi og hafa þær náð að halda sér í efsta riðli í allan vetur sannfærandi. Þær hafa mætt Keflavík fjórum sinnum í vetur og hafa unnið þær tvisvar og tapað tvisvar. Nánari tölfræði hér

  1. Leikur Njarðvík 30 : 34 Keflavík
  2. Leikur Njarðvík 48 : 52 Keflavík
  3. Leikur Njarðvík 25 : 16 Keflavík
  4. Leikur Njarðvík 40 : 22 Keflavík

Drengjaflokkur: Drengjaflokkur er með einn langsterkasta flokk í sínum árgangi og eru bikarmeistarar og efstir í sinni deild (19/2). Þeir hafa aðeins tapað tveim leikjum í ár. Þeir mættu liði Skallagríms í 8 liða úrslitum og unnu þá sannfærandi 85 : 54. Þeir mæta gríðarsterku liði Fjölnis sem hafa fjórðu bestu vörnina í deildinni. Nánari tölfræði hér

  1. Leikur Fjölnir 37 : 54 Njarðvík
  2. Leikur Njarðvík 86 : 69 Fjölnir
  3. Leikur Njarðvík 106 : 66 Fjölnir

Við óskum öllum þessum flokkum til hamingju með árangurinn og hvetjum alla Njarðvíkinga að mæta á alla úrslitaleiki og styðja okkar fólk til sigurs.

Fyrir Fánann og UMFN

Tölfræði og úrslit frá KKÍ.is

-ÓBÓ