Úrslitakeppnin hefst á morgun 4. apríl: Ljónynjur á leið í Dalhús!Prenta

Körfubolti

Vorið er komið og grundirnar gróa og besti tími ársins í íslenskum körfuknattleik er handan við hornið, sjálf úrslitakeppnin! Herlegheitin hefjast á morgun mánudaginn 4. apríl þegar kvennalið Njarðvíkur leikur í undanúrslitum gegn Fjölni.

Karlalið félagsins mætir svo KR í 8-liða úrslitum í Subwaydeild karla og hefst sú viðureign þann 6. apríl svo það er standandi vertíð framundan.

Kvennamegin hafði Njarðvík betur 3-1 í deildarleikjunum gegn Fjölni en KR-ingar voru okkur erfiðir í deild karlamegin og nýverið buðu þeir okkur sniðglímu á lofti í Ljónagryfjunni.

Hér að neðan má sjá leikdaga í úrslitakeppninni sem og úrslit leikjanna gegn Fjölni og KR í deildarkeppninni:

Undanúrslit Subwaydeild kvenna

(1) Fjölnir – (4) Njarðvík
Fjölnir með heimaleikjarétt.

Leikur 1 – 4. apríl 18:15 (Dalhús)

Leikur 2 – 7. apríl 20:15 (Ljónagryfjan)

Leikur 3 – 10. apríl 18:15 (Dalhús)

Leikur 4 – 13. apríl 20:15 (Ljónagryfjan) *ef með þarf

Leikur 5 – 16. apríl 18:15 (Dalhús) *ef með þarf

Einvígi liðanna í deildarkeppninni:
Njarðvík 71-61 Fjölnir
Fjölnir 64-71 Njarðvík
Njarðvík 82-55 Fjölnir
Fjölnir 80-76 Njarðvík


Undanúrslit Subwaydeild karla


(1) Njarðvík – (8) KR
Njarðvík með heimaleikjarétt.

Leikur 1 – 6. apríl 18:15 (Ljónagryfjan) *ekki sýndur

Leikur 2 – 9. apríl 20:15 (Meistaravellir)

Leikur 3 – 12. apríl 18:15 (Ljónagryfjan)

Leikur 4 – 15. apríl (Meistaravellir) *ef með þarf

Leikur 5 – 17. apríl (Ljónagryfjan) *ef með þarf


Einvígi liðanna í deildarkeppninni:
KR 91-75 Njarðvík
Njarðvík 90-125 KR