Úrslitaserían hefst á þriðjudag í ÓlafssalPrenta

Körfubolti

Úrslit Subwaydeildar kvenna hefjast þriðjudaginn 19. apríl næstkomandi í Ólafssal í Hafnarfirði. Nýliðarnir okkar í Njarðvík mæta þá bikarmeisturum Hauka í seríu um Íslandsmeistaratitilinn.

Haukar hafa heimaleikjaréttinn í seríunni þar sem Haukar luku deildarkeppninni í 3. sæti en Njarðvík í 4. sæti. Haukar höfðu öruggan 3-0 sigur á Val í undanúrslitum en Njarðvík vann Fjölni 3-1 eftir að hafa lent 1-0 undir í rimmunni eftir fyrsta leik í Dalhúsum.

Hér má sjá leikjaniðurröðun úrslitanna en rétt eins og í undanúrslitum þarf að vinna þrjá leiki í úrslitum:

Haukar (3) – Njarðvík (4)
þri 19. apríl 19:15 | Ásvellir
fös 22. apríl 19:15 | Ljónagryfjan
mán 25. apríl 19:15 | Ásvellir
fim 28. apríl 19:15 | Ljónagryfjan (ef þarf)
sun 1. maí 19:15 | Ásvellir (ef þarf)

Hér að neðan má svo sjá helstu umfjallanir eftir sigurinn í fjórða leik gegn Fjölni

Karfan.is: Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn í 10 ár

Karfan.is: Viðtal við Rúnar Inga eftir sigur á Fjölni

Vísir.is: Deildarmeistararnir í sumarfrí og Njarðvík mætir Haukum í úrslitum

Mbl.is: Njarðvík í úrslit eftir þriðja sigurinn í röð

VF.is: Njarðvík er komið í úrslit Subwaydeildarinnar