Útkall!!!Prenta

Körfubolti

Á morgun mætast UMFN og FSu í bikarúrslitum unglingaflokks karla í Laugardalshöll klukkan 18:00. Strákarnir eru fulltrúar UMFN á þessari stóru bikarhelgi þar sem 11 bikarúrslitaleikir fara fram frá föstudegi til sunnudags. Stjórn og Unglingaráð bjóða upp á fría rútu frá Ljónagryfjunni sem fer 16:10 – en 54 sæti eru í boði og hafa 24 þegar meldað sig inn. Þau sæti sem eru umfram skráða (iðkendur úr eldri yngri flokkum) eru bara undir lögmálunum fyrstir koma, fyrstir fá. Fjölmennum – öll í grænu – og styðjum okkar framtíðarleikmenn til sigurs á morgun. ÁFRAM NJARÐVÍK !!!