Valný býður í IceMar-Höllina í kvöldPrenta

Körfubolti

Keppni í A-deild Bónusdeildar kvenna hefst í kvöld hjá Ljónynjum. Venjulegri deildarkeppni er lokið og munu okkar konur nú leika fjóra leiki í A-hluta áður en það ræðst hver verður deildarmeistari og hvaða lið muni skipa úrslitakeppnina. Njarðvík hefur leik í A-deildinni í kvöld þegar Þór Akuryeri kemur í heimsókn í IceMar-Höllina kl. 19:15.

Njarðvík tók einmitt á móti Þór í lokaumferð deildarkeppninnar þar sem okkar konur unnu öflugan 94-80 sigur svo Þórsarar koma núna aftur í IceMar-Höllina í vígahug. Fasteignasalan Valný býður frítt á völlinn í kvöld og því tilvalið að fjölmenna í grænu og styðja við bakið á okkar konum.

Leikirnir í A-deildinni hjá Njarðvík eru eftirfarandi:

Njarðvík – Þór Akureyri – 26. febrúar
Njarðvík – Keflavík – 3. mars
Valur – Njarðvík – 12. mars
Haukar – Njarðvík – 26. mars