Valskonur heimsækja Ljónagryfjuna í kvöldPrenta

Körfubolti

Sjöunda umferð Subway-deildar kvenna fer fram í kvöld og fáum við Valskonur frá Hlíðarenda í heimsókn í Ljónagryfjuna kl. 20:15. Bæði lið hafa unnið fjóra leiki og tapað tveimur til þessa í deildinni og því tvö mikilvæg stig í boði.

Leikurinn hefst kl. 20:15 og verður líka í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport en fyrri sjónvarpsviðureign kvöldsins er leikur Grindavíkur og ÍR sem hefst kl. 18:15. Það eru svo Breiðablik-Haukar í Smáranum og Fjölnir-Keflavík í Dalhúsum sem eru 19:15 leikir kvöldsins.

Fróðlegt verður að sjá hvort miðherjinn öflugi Lavinia Da Silva verði með Ljónynjum í kvöld en hún hefur misst út síðustu þrjá leiki vegna meiðsla.

Gerum okkur gott kvöld í Ljónagryfjunni – mætum græn og styðjum okkar lið!

#ÁframNjarðvík

Staðan í Subwaydeild-kvenna eftir 6 umferðir