Valskonur sterkari í fjórðaPrenta

Körfubolti

Valur sótti tvö stig í Ljónagryfjuna síðastliðinn laugardag með 63-75 sigri á grænum. Eftir dræma byrjun tókst Njarðvík að komast nærri Val sem þó slitu sig frá að nýju í fjórða leikhluta.

Shay Winton var stigahæst Njarðvíkinga með 24 stig og 20 fráköst en næst henni var Hrund Skúladóttir með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.

Næsti deildarleikur er 21. mars á útivelli gegn Breiðablik kl. 19:15 og síðasti leikur tímabilsins er heimaleikur gegn Keflavík þann 24. mars næstkomandi.