Í kvöld lýkur þriðju umferð í Subwaydeild karla þegar okkar menn í Njarðvík taka á móti Val kl. 20:15 í lokaleik umferðarinnar. Njarðvík með sigra á báðum Þórsliðunum í upphafi móts en Valur 1-1 eftir tap í Síkinu í fyrstu umferð en lönduðu svo sigri gegn Grindavík í annarri umferðinni.
Á leiknum gefst vallargestum tækifæri á því að vinna sér inn glæsilega SMASS-borgaraveislu frá SMASS á Fitjum. Skotvissir verða settir á Njarðvíkurmerkið og freista þess að koma niður einum langdrægum þrist fyrir veislunni.
Leikur kvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð2Sport en við hvetjum alla til að fjölmenna í Gryfjuna og styðja okkar menn til sigurs.
Nýverið lagði Njarðvík land undir fót þar sem leikið var gegn Þór Akureyri. Eyþór Sæmundsson tók ferðina saman í skemmtilegu myndbandi sem nálgast má hér að neðan:
https://www.facebook.com/umfn.karfa/videos/615481249870549
