Valur-Njarðvík í kvöld: Enn beðið niðurstöðuPrenta

Körfubolti

Í kvöld halda grænir til Reykjavíkur og mæta Val í Domino´s-deild karla kl. 18:00 í Valsheimilinu. Síðast þegar liðin áttust við var boðið upp á spennuslag. Enn er óvíst með þátttöku Kristins Pálssonar í leiknum en KKD UMFN vonast til þess að hans mál leysist fljótt og örugglega.

Njarðvík er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 16 stig en Valur í 10. sæti með 10 stig og tvö dýr stig í boði í kvöld. Við hvetjum því alla Njarðvíkinga sem vettlingi geta valdið til að leggja leið sína í Valsheimilið og styðja okkar menn til sigurs!

#ÁframNjarðvík

oKhJwvPp