Valur-Njarðvík í kvöld: Sex stig í pottinumPrenta

Körfubolti

Reykjavíkurdætur Vals taka á móti Ljónynjunum okkar úr Njarðvík í Subwaydeild kvenna í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.

Okkar konur hafa mátt fella sig við tap í síðustu þremur leikjum en eru staðráðnar í því að snúa vörn í sókn í höfuðborginni þetta kvöldið. Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að mæta á völlinn og styðja við bakið á Njarðvík en baráttan um toppsætið í deildinni er í algleymingi.

Um þessar mundir trónir Fjölnir á toppnum með 30 stig eftir 22 leiki, Haukar með 28 stig eftir 21 leik, en Valur og Njarðvík eru í 3.-4. sæti með 26 stig. Valskonur hafa reyndar aðeins leikið 20 leiki en Njarðvík 21.

Með kvöldinu í kvöld eru aðeins 6 stig í pottinum fyrir okkar konur og því dugir ekkert annað en sigur hér eftir. Fyrst er leikurinn gegn Val í kvöld, svo gegn Breiðablik í Ljónagryfjunni sem verður jafnframt síðasti heimaleikur okkar í deildarkeppninni en hann fer fram 23. mars. Síðasti deildarleikurinn er svo sniðgrannalíma á lofti í Blue-höllinni við Sunnubraut þann 30. mars.

#ÁframNjarðvík