Valur-Njarðvík miðvikudagskvöld að HlíðarendaPrenta

Körfubolti

Ljónynjur eiga nú aðeins tvo leiki eftir í A-hluta Bónusdeildar kvenna og báðir eru þeir á útivelli. Njarðvík mætir Val á miðvikudagskvöld kl. 19:15 í N1-Höllinni að Hlíðarenda. Þetta er jafnframt síðasti deildarleikur liðsins fyrir undanúrslitin í VÍS-bikarnum sem verða í næstu viku.

Nú þegar fjögur stig eru eftir í pottinum er Njarðvík í 2. sæti með 30 stig og liðið amk öruggt með 2. sætið í deildinni. Möguleiki er á því að vinna deildarmeistaratitilinn en þá dugir ekkert annað en sigur í síðustu tveimur leikjunum, Haukar geta reyndar tryggt sér endanlega deildarmeistaratitilinn með sigri á Þór í þessari næstsíðustu umferð.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að mæta á Hlíðarenda og styðja stelpurnar, þétta raðirnar einnig fyrir bikarvikuna sem verður í næstu viku en það eru ekkert nema toppleiki framundan hjá okkar konum og því vissara fyrir grænu hjörðina að hafa grænu bolina klár og söngröddina vel brýnda.

Þá viljum við einnig benda fólki á að miðasala á bikarleikinn gegn Hamar/Þór í næstu viku er hafin og er hægt að nálgast miðana á Stubbur App.

Áfram Njarðvík!