Kempurnar kvöddu ekki baráttulaust!
Njarðvík b er úr leik í Maltbikarnum þessa vertíðina en liðið tapaði naumlega gegn úrvalsdeildarliði Hauka í 16-liða úrslitum í gærkvöldi. Lokatölur 68-84 Hauka í vil sem eru komnir í 8-liða úrslit.
Það var aðeins einn leikmaður sem landaði tvennu í leiknum í gær en það var varaformaðurinn Páll Kristinsson með 20 stig og 10 fráköst. Magnús Þór Gunnarsson var með 23 stig og Hjörtur Hrafn Einarsson bætti við 11 stigum. Hjá Haukum var Kári Jónsson með 18 stig og Emil Barja 17.
Njarðvík b leiddi í hálfleik og lét Hauka hafa vel fyrir hlutunum en Hafnfirðingar sigldu hægt fram úr í síðari hálfleik og urðu þar með sigrinum fyrst liða til að komast í 8-liða úrslit keppninnar.
Njarðvíkingar mæta svo Grindavík í 16-liða úrslitum Maltbikarsins þann 6. nóvember kl. 19:30 í Ljónagryfjunni.
Myndir/ JBÓ – Á efri myndinni er Páll Kristinsson í baráttunni gegn Finni Atla Magnússyni en á þeirri neðri er Sævar Garðarsson við það að hefja eina af leiftursóknum b-liðsins.