Það er okkur mikilvægt að halda úti eins eðlilegu íþróttastarfi eins og hægt er miðað við sóttvarnareglur sem í gildi eru. Við viljum leggja okkar að mörkum til að koma í veg fyrir að stærri hópar eða flokkar hjá okkur þurfi að fara í sóttkví. Því viljum vekja athygli á eftirfarandi atriðum:
ATH. Breytt verklag varðandi smitgát
- Allar æfingar halda sínu striki að öllu óbreyttu nema að annað sé tilkynnt af þjálfurum.
- Nú þegar það er ekki lengur sýnataka fyrir þau sem sett eru í smitgát þá er iðkendum í smitgát heimilt að mæta á æfingar svo framalega sem þau sína ekki minnstu einkenni covid-19. Mikilvægt er að gæta sín sérstaklega vel og spritta sig inn og út af æfingum. (tekur gildi 24.01.2022)
- Að allir gæti vel að sínum persónulegu sóttvörnum, sérstaklega fyrir og eftir æfingar- það er mjög mikilvægt. Spritta sig inn og spritta sig út.
- Foreldrar og forráðamenn takmarki aðgang að æfingahúsnæði að nauðsynjalausu meðan á æfingu stendur.
- Þar sem flokkar/hópar eru fjölmennari en 50 þá kemur það ekki að sök þar sem þeim er skipt upp í minni hópa á æfingum.
Áfram Njarðvík!