Veigar Páll í lokahóp U20 ára landsliðsinsPrenta

Körfubolti

Veigar Páll Alexandersson hefur verið valinn í lokahóp U20 ára landsliðsins sem spilar dagana 20.- 23. júlí í Tallinn í Eistland. Leikið er gegn Svíum, Finnum og svo heimamönnum í Eistlandi.  Keppnin er verkefni sem var frestað síðasta sumar vegna Covid19.  Flogið verður út 19. júlí en sem fyrr segir var ekkert landsliðsverkefni í fyrra.   Veigar hefur verið viðloðandi yngri landslið allt frá því í U16 en kappinn lék einnig með U18 landsliðinu á sínum tíma og óhætt að segja að ekki vantar uppá metnaðinn hjá Veigari og gríðarlega góð fyrirmynd með skýr markmið fyrir okkar yngri kynslóð.

Til hamingju Veigar Páll!!