Veigar Páll leikur með Hrunamönnum á venslasamningPrenta

Körfubolti

Veigar Páll Alexandersson mun leika með Hrunamönnum í 1.deildinni á venslasamning í vetur. Venslasamningar virka þannig að leikmaður tapar engum réttindum með sínu heimafélagi en Veigar Páll hefur staðið sig með stakri prýði það sem af er vetri hjá okkar mönnum og er að skila 3,9 stigum, 1,9 stoðsendingu og 1,2 frákasti á leik á tæpum 14 mínútum per leik auk þess að hafa skilað góðu varnarhlutverki.

Venslasamningurinn gerir honum kleift að sækja sér enn frekari reynslu með ungu og efnilegu liði þeirra Hrunamanna samhliða verkefnum sínum hjá UMFN.

Veigar Páll lék sinn fyrsta leik með Hrunamönnum á föstudag gegn Selfyssingum og þar var hann með 19 stig og 5 fráköst þar sem Selfyssingar höfðu betur 89-85 í framlengdum leik.

Næsta verkefni hjá kappanum er svo á föstudag en þá mæta Hrunamenn liði Sindra frá Hornafirði, en svo fara okkar menn af stað eftir helgi, en á mánudeginum 1.mars verður Njarðvíkurliðið í Þorlákshöfn í lokaleik fyrri umferðar Dominosdeildar. Næsti heimaleikur er svo fimmtudaginn 4.mars en þá mæta KR-ingar í heimsókn í Njarðtaksgryfjuna.