Vel heppnað LandsbankamótPrenta

Sund

Nú um helgina fór fram eitt fjölmennasta sundmót landsins, Landsbankamót ÍRB. 400 sundmenn sóttu okkur heim ásamt þjálfurum, foreldrum og öðrum aðstandendum. Við þökkum kærlega fyrir komuna og hlökkum til að hitta alla að ári.

Í kjölfarið á Landsbankamótinu héldum við okkar árlega lokahóf ÍRB þar sem bæði eru gerð upp afrek 2015 og sundársins 2015-2016. Fjölmargar viðurkenningar og verðlaun voru veitt á lokahófinu og mættum um 200 manns.

Boðið var upp á skemmtiatriði, eitt frá Akurskóla; Bugsy Malone og annað frá stúlkum úr Framtíðarhópi sem var dans. Þá voru dregnir út fjölmargir happdrættisvinningar og þökkum við kærlega öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem gáfu vinninga.

Og ekki mál gleyma frábærum mat frá Skólamat en í boði var dýrindis hamborgarhryggur með vel útilátnu meðlæti ásamt ísblómi í eftirrétt.

Takk kærlega foreldrar fyrir frábæra vinnu alla helgina. Án ykkar væri þetta ekki hægt. Takk kærlega þjálfarar og sundmenn fyrir ykkar framlag. Áfram ÍRB!

 

Heildarúrslit mótsins Úrslit sundmanna ÍRB
8 ára og yngri

12 ára og yngri

13 ára og eldri

8 ára og yngri

12 ára og yngri

13 ára og eldri

 

 

landsbankamót 2