Hið árlega Steikarkvöld knattspyrnudeildarinnar fór fram í gærkvöldi og ekkert annað hægt að segja en það tókst frábærlega vel. Rúmlega hundrað manns mættu í litla salinn í Stapanum. Dagskráin var einföld undir styrkri stjórn Kjartans Más Kjartanssonar bæjarstjóra. Stefán Pálsson var ræðumaður kvöldsins og fór á kostum þar sem hann fór yfir hinar ýmsu hliðar fótboltans. Glæsilegt steikarborð framreitt af Erni Garðarssyni. Og svo var þetta venjulega á svona samkomum happdrætti og uppboð á tveimur fótboltatreyjum sem Brynjar Freyr Garðarsson stjórnaði eins og hann hafi það fyrir atvinnu.
Knattspyrnudeildin vill þakka öllum gestum okkar fyrir komuna, Erni og hans fólki fyrir eldamennskuna, Kjartani veislustjórnina, Stefáni fyrir ræðumennskuna, leikmönnum úr meistaraflokki fyrir vinnuframlag þeirra. Einnig viljum við þakka þeim öllum sem styrktu þessa samkomu.
Takk fyrir, áfram Njarðvík.
Myndirnar eru frá Steikarkvöldinu