Velheppnað steikarkvöldPrenta

Fótbolti

Steikarkvöld knattspyrnudeildarinnar fór fram í gærkvöldi og þar mættu um 100 manns sem fór fram i Merkinesi í Stapanum. Dagskráin var hefbunin eins og á svona fjáröflunarsamkomum. Ómar Jóhannsson var veislustjóri og fórst það vel úr hendi, Rúnar Arnarson stjórnarmaður í KSÍ var ræðumaður kvöldsins og Karlakór Keflavíkur kom og söng nokkur vorlög við góðar undirtektir. Í lokin kom óvæntasta atrið kvöldsins þegar Gísli H. Jóhannesson þekkur handboltadómari kom á sviðið og söng öllum á óvart „Traustur vinur“.

Knattspyrnudeildin þakkar öllum þeim sem lögðu okkur lið við þessa samkomu og Erni Garðarssyni og hans fólki fyrir glæsilegt steikarhlaðborð.

Hér fylgja svo nokkar myndir frá samkomunni.

IMG_4512

IMG_4511

IMG_4496

IMG_4491

IMG_4506