Vertíðin hefst í kvöld! Njarðvík-StjarnanPrenta

Körfubolti

Subway-deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum og allir eru þeir kl. 19:15. Okkar menn í Njarðvík taka á móti Stjörnunni í opnunarleik tímabilsins í Ljónagryfjunni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hinir þrír leikir kvöldsins í svokallaðri Red Zone umfjöllun.

Það hafa orðið umtalsverðar breytingar á hópnum okkar fyrir tímabilið en Karfan.is tók nýverið saman helstu leikmannabreytingar á Ljónahjörðinni. Hlökkum til að taka á móti ykkur í Gryfjunni í kvöld á besta skemmtistað bæjarins.

Komnir:

Chaz Williams frá Ourense (Spánn)
Luke Moyer frá Zamora Enamora (Spánn)
Dominykas Milka frá Keflavík
Snjólfur Marel Stefánsson frá Álftanesi
Carlos Novas Mateo frá Hallmann Vienna (Austurríki)

Farnir:

Ólafur Helgi Jónsson hættur
Haukur Helgi Pálsson til Álftanes
Oddur Rúnar Kristjánsson til KR
Logi Gunnarsson hættur
Dedrick Basille til Grindavíkur
Nico Richotti hættur
Jan Baginski í Graceland-háskóla, USA

Endursamið:

Elías Bjarki Pálsson
Maciej Baginski