Vetur kvaddur, sumri fagnaðPrenta

Fótbolti

Stuðningsmannafélagið Njarðmenn verður með hitting í Vallarhúsinu við Vallarbraut í kvöld og hefst hann kl. 21:00. Þetta er orðið árlegur viðburður hjá okkur þar sem farið er yfir gang mála hjá okkur á lokametrunum fyrir mót. Þjálfarar fara yfir stöðuna á liðinu og kynna leikmannahópinn. Að sjálfsögðu bjóðum við uppá léttar veitingar.

Við hvetjum alla félagsmenn að mæta og taka með sér gesti. Þá eru einnig allir velunnarar okkar velkomnir.