Guðlaug Sveinsdóttir Þríþrautarkona í 3N Tók þátt í Víðavangshlaupi ÍR 2018 í 5 km hlaup á sumardaginn fyrsta síðastliðinn. Þetta hlaup er eitt af elstu hlaupaviðburðum landsins þar sem margir af bestu hlaupurum landsins taka þátt á hverju ári. Það er skemmst frá því að segja að hún sigraði í sínum aldursflokki á tímanum 21:45. Við óskum Guðlaugu til hamingju með þennan frábæra árangur og erum afar stollt af okkar konu. Áfram 3N!
