Lokahófið fór fram með breyttu sniði í ár og var haldið í litlum hópum í þetta sinn en ekki með öllum iðkendum og foreldum eins og vanalega.
Flokkunum var skipt upp í hópa, iðkendur og þjálfarar hittust, borðuðu saman og verðlaun afhent fyrir framistöðu vetrarins. Einstaklingsverðlaun eru veitt fyrir 7.flokk og eldri.
Allir iðkendur félagsins eiga stórt hrós skilið fyrir að hafa haldið ótrauð áfram í vetur þrátt fyrir mikið mótlæti, mörg æfingastopp, fáa leiki og með að hafa sinnt heimaæfingum vel þegar ekki mátti nota íþróttahúsin. Hugafarið var til fyrirmyndar í allan vetur.
Áslaugar og Elfarsbikararnir afhentir
Bikararnir eru afhentir efnilegustu leikmönnum félagsins á yngriflokka aldri og þeim sem eru fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn utan sem innan vallar. Þeir eru veittir leikmönnum sem hafa lokið grunnskóla.
Áslaugarbikarinn er nú afhentur í sjötta sinn en hann er gefinn til minningar um Áslaugu heitinar Óladóttur af fjölskyldu hennar. Elfarsbikarinn hefur verið afhentur í 30 ár og er það nú í sjötta sinn sem hann er einungis fyrir drengi í yngri flokkum félagsins, eftir að Áslaugarbikarinn bættist við. Elfarsbikarinn er gefinn af fjölskyldu Elfars heitins Jónssonar. Bæði Áslaug og Elfar voru virk í starfi körfunnar í Njarðvík og fulltrúar frá fjölskyldum þeirra afhentabikarana í gær. Það má geta þess að þessir bikarar eru veittir leikmönnum sem hafa lokið grunnskóla. Það voru Elín María systir Áslaugar og Jón Þór sonur Elfars sem afhentu bikararana fyrir hönd fjöslkyldnanna. Gaman var að margir fjölskyldumeðlimir Áslaugar og Elfars voru gestir í gær og var gaman að ná myndum af þeim öllum saman með verðlaunahöfunum.
Elfarsbikarinn í ár hlaut Bergvin Einir Stefánsson, leikmaður unglinga- og meistaraflokks. Bergvin hefur verið lykilleikmaður unglingaflokks í vetur og B liðs Njarðvíkur sem tók þátt í 2.deildinni. Hann var einnig mikilvægur partur af hópi meistaraflokks karla. Bergvin hefur spilað með yngri landsliðum Íslands, síðast með U 20 ára liðinu. Bergvin á framtíðina fyrir sér sem leikmaður meistaraflokks og getur náð eins langt og hann ætlar sér. Við óskum Bervini innilega til hamingju!
Áslaugarbikarinn í ár hlaut Vilborg Jónsdóttir leikmaður stúlkna- og meistaraflokks. Vilborg hefur verið lykilmaður meistaraflokks Njarðvíkur síðustu 3 ár, hún leikur stöðu leikstjórnanda sem oftast er talin mikilvægasta staða vallarins og hefur stjórnað sókn meistaraflokks síðustu ár þrátt fyrir ungan aldur. Hún er einnig lykilmaður stúlknaflokks sem hefur verið eitt af toppliðum landsins síðustu tímabil enþær urðu bikarmeistarar á síðasta ári. Vilborg hefur verið fastaleikmaður í öllum yngri landsliðum Íslands. Eins og er stendur Vilborg í ströngu með meistaraflokki um að komast í efstu deild á næsta tímabili. Eins og er eru þær aðeins tveimur leikjum frá því að vinna 1.deild kvenna og tryggja sér sæti í Domimos deildinni að ári. Við óskum Vilborgu innilega til hamingju!
Aðrir verðlaunahafar í ár voru eftirfarandi.
7.flokkur stúlkna
Mestu framfarir: Ásta María Arnardóttir
Efnilegasti leikmaður: Krístín Björk Guðjónsdóttir
Mikilvægasti leikmaður: Sara Björk Logadóttir
7.flokkur drengja
Mestu framfarir: Danielius Andrijauskas
Efnilegasti leikmaður: Patrik Joe Birmingham
Mikilvægasti leikmaður: Viktor Garri Guðnason
8.flokkur stúlkna
Mestu framfarir: Heiðrún Edda Davíðsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Yasmin Petra Younesdóttir Boumihdi
Mikilvægasti leikmaður: Ásdís Elva Jónsdóttir
8.flokkur drengja
Mestu framfarir: Kristófer Helgi Jónsson
Efnilegasti leikmaður: Heimir Gamalíel Helgason
Mikilvægasti leikmaður: Alexander Freyr Sigvaldason
9.flokkur stúlkna
Mestu framfarir: Bíet Björk Jónsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Elín Bjarnadóttir
Mikilvægasti leikmaður: Veiga Dís Halldórsdóttir
9. og 10. flokkur drengja
Mestu framfarir: Brynjar Dagur Freysson
Mestu framfarir: Sæþór Kristjánsson
Efnilegasti leikmaður: Oscar Marian Krzeminski
Mikilvægasti leikmaður: Guðjón Logi Sigfússon
10.flokkur stúlkna
Mestu framfarir: Júlía Rún Árnadóttir
Efnilegasti leikmaður: Rannveig Guðmundsdóttir
Mikilvægasti leikmaður: Lovísa Sverrisdóttir
Drengjaflokkur
Mestu framfarir: Guðjón Helgi Áslaugsson
Efnilegasti leikmaður: Jan Baginski
Mikilvægasti leikmaður: Elías Bjarki Pálsson
Unglingaflokkur
Mestu framfarir: Bergvin Einir Stefánsson
Efnilegasti leikmaður: Baldur Örn Jóhannesson
Mikilvægasti leikmaður: Eyþór Einarsson
Stúlknaflokkur
Mestu framfarir: Helena Rafnsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Vilborg Jónssdóttir
Mikilvægasti leikmaður: Lára Ösp Ásgeirsdóttir
Myndir af verðlaunahöfum