Nú er rúmlega mánuður í fyrsta leik í Inkasso-deildinni og hverning væri að skrá sig í Stuðningsmannafélagið Njarðmenn. Árgjaldið er kr. 15.000.- Innifalið er aðgangnskort sem gildir á alla 11 heimaleiki Njarðvík í Inkasso-deildinni 2019 og veitir auk þess aðgang að veitingum í hálfleik fyrir korthafa. Kynningarfundur fyrir mót ásamt fleiri samkomum. Reglulegur tölvupóstur til félagsmanna og aðgangur að Facebook síðu stuðningsmannafélagsins
Skráðu þig í Skráningarkerfi UMFN á heimasíðu félagsins, ef þú ert ekki með aðgang þegar, þá er bara að sækja um aðgang og ganga frá félagsgjaldinu. Hægt er að skipta greiðslum uppí allt að 9 skiptum (1.666 kr pr. mán) á greiðslukortum eða með kröfu í heimabanka.
Sláðu til og vertu með okkur í liði á vellinum í sumar!
Stuðningsmannafélagð Njarðmenn, félagið var stofnað þann 15. janúar 2001 og er því á sínu 18 ári. Stefna okkur hefur alltaf verið að fá sem allra flesta Njarðvíkinga og aðra velunnara til að ganga í félagið og skapa sterkt bakland fyrir meistaraflokk félagsins.