VINAVIKA UMFNPrenta

Vinavika UMFN var dagana 9-15.okt. s.l. þar sem krakkar á aldrinum 5-16 ára geta mætt frítt á æfingar fjögurra deilda þessa vikuna, síðan var UMFN-dagurinn haldinn fimmtudaginn 12.okt. í íþróttahúsinu í Njarðvík.  Óhætt er að segja að það hafi verið “líf og fjör á parketinu”, yfir 100 krakkar með dripplandi bolta í körfu og knattspyrnu og mjög vinsælt var hjá krökkunum  að láta Heiðrúnu júdókennara taka sig  á “ippon” á mjúku dýnuna.  En það var afar leiðinlegt að þurfa að kynna það að ungi söngvarinn Chase sem auglýstur var mætti ekki og við nánari athugun kom í ljós einhver samskiptabrestur á milli hans og unboðsskrifstofunnar.  Þá kom einn lítill að máli og spurði” fáum við þá engan svala og nammi”  – jú-jú var svarað og hann brosti hringinn, það var greinilega málið hjá þeim stutta.                                                                          Þakkir til allra deilda sem tóku þátt í þessu og þeirra sem stóðu vaktina í íþóttahúsinu.