Körfuknattleiksdeild UMFN og Wayne Martin hafa lokið samstarfi og gengur Wayne til liðs við Jamtland í Svíþjóð. Wayne kom til liðsins í haust og var í stóru hlutverki framan af en með komu Chaz Williams fór hlutverkið minnkandi og í ljósi stöðunnar gaf félagið grænt ljós á að Wayne og hans umboðsmaður myndu kanna markaðinn með stærra hlutverk í huga.
Wayne skilaði 14,8 stigum og 7,2 fráköstum auk 1,9 varðra skota á tæpum 25 mínútum að meðaltali í leik. Honum til hróss þá hefur hann tæklað hlutskipti sitt sem sannur atvinnumaður og hans framlag verið gott þó mínútum hafi fækkað. Það var þó samdóma álit allra sem að málum koma að það væri betra fyrir hann að komast í aðstæður þar sem leiktíma yrði ekki hamlað vegna vegabréfs.
Wayne er þakkað samstarfið og við óskum honum góðs gengis hjá Jamtland í Svíþjóð. Það liggur fyrir að breytingar verða á hópnum hjá Njarðvík á nýju ári en við flytjum frekari fréttir af því á næstu dögum. Gleðilega hátíð kæru Njarðvíkingar og landsmenn allir, og sjáumst í Njarðtaks-Gryfjunni 5.janúar nk.