Risaslagurinn gegn Keflavík í Domino´s-deild karla fer fram á Sunnubrautinni föstudaginn 18. október kl. 20.15. Okkar menn eru staðráðnir í að snúa við blaðinu frá síðustu umferð og landa tveimur stigum. Til þess þarf græna stúku úti í Keflavík og öflugan stuðning!
Óvíst er með þátttöku Wayne Martin í leiknum en hann snéri sig á ökkla í vikunni og er talsvert bólginn. Wayne er í góðum höndum og það skýrist betur á morgun hvort honum takist að vera með.
Garðar Gíslason hefur svo ákveðið að venda kvæði sínu í kross í Njarðtaks-gryfjunni þetta tímabilið en hann mun ganga í raðir Reynis í Sandgerði.
Njarðvíkingar, mætum græn á leikinn annað kvöld og höfum hátt!
#ÁframNjarðvík