Að gefnu tilefni.
Við hörmum og um leið afsölum okkur ábyrgð á þeirri umfjöllun sem Ungmennafélag Njarðvíkur hefur fengið í fjölmiðlum undanfarna daga, vikur og mánuði.
Hingað til hefur þessum ásökunum ekki verið svarað á neinn hátt opinberlega en stjórn Ungmennafélags Njarðvíkur telur sig knúna til að svara viðtali sem birtist í Víkurfréttum 28. febrúar síðastliðinn.
Þar er formaður félagsins sakaður um tilraun til fjárdráttar og viðmælandi segist vera búinn að leggja fram kæru á hendur honum.
Kæra á hendur formanns Ungmennafélags Njarðvíkur kemur formlega á borð lögreglu fimmtudaginn 29. febrúar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum vísar kærunni frá föstudaginn 1. mars vegna þess að ekki þótti tilefni til að hefja lögreglurannsókn á grundvelli kærunnar.
Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur nýtur fulls stuðnings allra deilda sinna í þessum málum sem og öðrum.
Aðalstjórn UMFN
Körfuknattleiksdeild UMFN
Knattspyrnudeild UMFN
Þríþrautardeild UMFN
Lyftingadeild UMFN
Sunddeild UMFN
Rafíþróttadeild UMFN