Yngri flokkar Njarðvíkur æfa með Jóni Axel þegar hann undirbýr sig fyrir NBA nýliðavaliðPrenta

Körfubolti

Yngri flokkar Njarðvíkur æfa heimaæfingar sínar í gegnum  XPS sideline forritið þessa dagana. Á morgun æfir Jón Axel í annað sinn í vikunni frá Charlotte í Bandaríkjunum en  frábær þáttaka var síðasta þriðjudag. Margir iðkendur Njarðvíkur tóku þátt og munu eflaust vera fleiri á morgun. Æfingin verður í  XPS forrittinu sem iðkendur hafa notast við og einnig er hægt að skrá sig beint í gegnum linkinn hér að neðan.

Æfingin er í boði Jóns Axels Guðmundssonar og þjálfara hans Blake Boehringer annað kvöld, föstudagskvöldið 24. apríl kl. 18:30 (ísl. tími) í gegnum Zoom.

Jón Axel er að undirbúa sig fyrir NBA-nýliðavalið og býður öllum sem vilja að æfa með sér en hann lék á sínu lokaári í vetur með Davidson háskólanum í NCAA.

Skráðu þig hérna: https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_5SpIUlQzRByRtvKvI12vjw

Efni æfingarinnar: Boltatækni , styrkur og hreyfingar að körfunni.

Hvað þarf?
· 2 körfuboltar
· 1 tennis bolta (lítill bolti)
· Handklæði
· Keilur (ef til, eða annað sem hægt er að nota sem keilur)
· Karfa (ef hægt er, ekki nauðsynlegt)