Knattspyrnusumarið farið á fullt hjá yngri flokkumPrenta

Fótbolti

Nóg er um að vera hjá yngri flokkum Njarðvíkur þessa dagana, og á bara eftir að færast í aukana nú þegar sumarið er formlega hafið.
Í dag tók gildi sumartafla yngri flokka, og þar að leiðandi færðu allir flokkar sig úr Nettóhöllinni, eða af gervigrasinu á grassvæði félagsins við Afreksbraut.

Á miðvikudaginn síðastliðinn fóru tvö stúlknalið til Vestmannaeyja að spila á TM mótinu. Spilaðir voru þrír leikir fyrstu tvo dagana og svo fjórir leikir síðasta daginn.
Stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel. Þær spiluðu einstaklega fallegan fótbolta og sýndu mikla leikgleði, samvinnu og dugnað. Allur undirbúningurinn, ásamt frábærri frammistöðu skilaði okkur tveimur bikurum í hús og mega stelpurnar okkar vera stoltar að sinni frammistöðu innan sem utan vallar.

Sömu helgi kepptu fyrir hönd Njarðvíkur 3 lið skipuð drengjum fæddum 2013 eða yngra árið í 6.flokk. Mótið gekk virkilega vel, veðrið var algjörlega í okkar liði og spilað var báða dagana í bongóblíðu.
Drengjunum gekk mjög vel á mótinu, lið 1 sigraði GT travel deildina, lið 2 endaði í 2.sæti í Apotek-deildinni og lið 3 lenti í 5.sæti í Stuðlabandsdeildinni.
Drengirnir voru algjörlega til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan.

Nóg er síðan framundan hjá öllum flokkum, og stefnir í skemmtilegt sumar hjá Knattspyrnudeild Njarðvíkur!