Yngstu hóparnir fóru í páskafrí eftir skemmtilegt bingóPrenta

Körfubolti

Páskafrí er hafið hjá yngstu flokkum félagsins en iðkendur fóru ekki tómhentir inn í páskafríið þar sem fjölmennt páskabingó yngri flokka fór fram. Leikskólahópur og iðkendur 6-10 ára stúlkna og 6-8 ára drengja fjölmenntu ásamt foreldrum í Akurskóla þar sem bingóstjóri Íslands, Agnar Mar Gunnarsson, stóð fyrir skemmtilegu bingói að vanda.

Glæsilegir vinningar á ferð og að sjálfsögðu nokkur stór páskaegg en að lokum voru allir leystir út með litlu páskaeggi eftir skemmtilegt spil. Við viljum þakka öllum sem mættu en þetta var stór og skemmtilegur viðburður og ljóst að það er alltaf tími fyrir gott bingó… alveg óháð aldri því okkur sýndust nokkrir fullorðnir spila af mikilli ákefð, eins og þetta á að vera!

Nú er komið páskafrí og æfingar hefjast svo aftur samkvæmt æfingatöflu þann 11. apríl. Gleðilega páska.