Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur heimsótti nýverið yngstu bekkina í Háaleitisskóla og kynnti þar starfsemi deildarinnar. Félagarnir Logi Gunnarsson yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og Dominykas Milka leikmaður meistaraflokks karla í Njarðvík ræddu við krakkana um körfuboltann í félaginu.
Logi og Milka afhentu nemendum bókamerki frá Njarðvík en þau eru sniðug fyrir utan hina hefðbundnu notkun en þar er hægt að skanna QR-kóða og sjá æfingatöflu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Við hvetjum alla krakka til að koma og prófa æfingar og senn líður að því að æfingar muni einnig fara fram í nýju Stapagryfjunni.
Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur þakkar Háaleitisskóla fyrir góðar mótttökur – komdu í körfu!