Zabas á förum frá NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Samningi við Evaldas Zabas hefur verið sagt upp í Njarðtaks-gryfjunni og mun leikstjórnandinn því ekki spila fleiri leiki með Njarðvík þessa vertíðina.

Stjórn og þjálfarar KKD UMFN þakka Zabas fyrir sín störf í Njarðvík en unnið er að því að setja á nýja þjálfara á þeim flokkum sem Zabas hafði umsjón með.

Þá er eins unnið að því að ráða nýjan leikstjórnanda fyrir liðið og vonandi verður hægt að greina frá því sem fyrst.