Aðalfundi UMFN frestaðPrenta

UMFN

Aðalfundi félagsins sem fram átti að fara á afmælisdegi UMFN þann 10. apríl hefur verið frestað til Þriðjudagsins 23. apríl næstkomandi.

Ástæða þess er að úrslitakeppni meistaraflokks karla í körfubolta hefst 10. apríl og þá taka strákarnir okkar á móti Þór Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni kl.19:30.

Í tilefni dagsins munum við fjölmenna á leikinn 10. apríl og halda upp á 80 ára afmæli félagsins í stútfullri Ljónagryfju.

Aðalstjórn UMFN hvetur alla Njarðvíkinga til að styðja vel við fulltrúa okkar í úrslitakepninni bæði í karla og kvenna flokki sem hefst í kvöld með heimaleik hjá stelpunum okkar gegn Val kl.19:30

Nýr aðalfundur UMFN verður formlega auglýstur á morgun.

Ólafur Eyjólfsson
Formaður UMFN