Ásgeir Sigurvinsson semur við NjarðvíkingaPrenta

UMFN

Knattspyrnugoðsögnin Ásgeir Sigurvinsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Njarðvíkur og mun m.a. vera stjórn deildarinnar innan handar og aðstoða þjálfara félagsins.

Ásgeir er enn í mjög góðu formi enda hefur hann alla tíð haldið sér vel við og þá er aldrei að vita nema hann muni leika með liðinu í sumar. Þarf ekki að fjölyrða um hversu mikill hvalreki koma Ásgeirs er fyrir knattspyrnudeildina.

B-lið Njarðvíkur mun í dag leika æfingaleik gegn Hamarsmönnum í Reykjaneshöllinni klukkan 13:00 og verður Ásgeir í leikmannahóp.

Í stuttu spjalli við Ásgeir sagðist hann finna fyrir mikilli tilhlökkun að vera aftur kominn í boltann og reima á sig skóna. Hvetur stjórn knattspyrnudeildarinnar áhorfendur að mæta í Reykjaneshöllinni í dag og fylgjast með liðinu. Ekki síst að sjá hvort þjálfarar liðsins muni sjá ástæðu til að tefla goðsögninni Ásgeiri Sigurvinssyni fram.

Á myndinni má sjá Ásgeir Sigurvinsson og Jón Einarsson formann Knattspyrnudeildar Njarðvíkur handsala samninginn.