Faxaflóamótunum lokið, tveir titlar og Íslandsmótið byrjar í vikunniPrenta

UMFN

Tveir yngri flokkar kláruðu riðlakeppni Faxaflóamótsins fyrir og um helgina með sigri í sínum riðli. Þriðji flokkur lék sinn síðasta leik í Eyjum í gær og unnu heimamenn 3 – 4 í hörkuleik sem tryggði þeim efsta sætið og Faxaflóameistarar í B deild.

Fimmti flokkur A lið innsiglaði sigur sinn í C riðli með sigri á Grindavík 4 – 0 fyrir helgina. B lið 5. flokks lenti í 4 sæti í keppni B liða. Fjórði flokkur lauk keppni fyrir nokkru en þeir lentu í 4. sæti í B deild.

Þá er vetrarmótum yngri flokka lokið og Íslandsmótið hefst á fimmtudaginn hjá 5. flokki þegar Álftanes kemur í heimsókn, 4.flokkur byrjar svo á föstudaginn þegar þeir heimsækja Fylki í Árbæinn. Þriðji flokkur byrjar svo á laugardaginn þegar sameiginlegt lið Tindastóls/Hvatar/Kormáks kemur í heimsókn.

Myndir/ Efri er að liði 3. flokks í Eyjum í gær og sú neðri af liði 5. flokks.

3. flokkur (2)

5.flokkur (2)