Njarðvíkurliðið vann stórkostlegan 5-1 sigur á Þór Akureyri í 5. umferð Lengjudeildarinnar á föstudagskvöld.
Leikar í hálfleik stóðu 2-0 fyrir Njarðvík eftir að Dominik Radic hafði opnaði markareikninginn strax á þriðju mínútu með marki eftir góða varnarpressu.
Kaj Leo bætti við muninn með glæsilegu skoti utan teigs.
Þórsarar minnkuðu síðan muninn eftir um hálftíma leik.
Þá var komið af Njarðvíkingum á nýjan leik, en Oumar Diouck setti mark og Freysteinn Ingi slapp í gegn og skoraði, áður en Oumar var aftur á ferðinni og gulltryggði sigurinn, 5-1.
Sigurinn heldur okkur í toppsætinu og fleytir okkur í 13 stig eftir 5 umferðir.
Heldur betur glæsileg byrjun á Lengjudeildinni þetta árið!
Áfram Njarðvík!
Umfjöllun helstu miðla má finna hér að neðan:
Skýrsla fotbolti.net
Viðtal fotbolti.net við Gunnar Heiðar
Viðtal fotbolti.net við Oumar Diouck
Frétt frá Vísir.is
Frétt frá VF
Frétt frá fotbolti.net
Leikurinn sjálfur á Youtube
Leikskýrsla KSÍ