Indriði Áki nýr leikmaður NjarðvíkurPrenta

Fótbolti

Indriði Áki Þorláksson gengur til liðs við Njarðvík!

Miðjumaðurinn, Indriði Áki, hefur gert samning við Njarðvík að leika út tímabilið með liðinu.
Indriði sem er 28 ára gamall, lagði skóna óvænt á hilluna í vetur eftir að hafa hjálpað uppeldisfélagi sínu, ÍA, upp í deild þeirra bestu síðasta sumar.
En nú tekur Indriði þá af hillunni og ætlar að hjálpa okkur Njarðvíkingum í baráttunni sem framundan er í seinni helming leiktíðarinnar í Lengjudeildinni.

Alls á Indriði 127 leiki í Lengjudeildinni og gert 16 mörk í þeim en 21 leikjanna komu í fyrra með meistaraliði ÍA.
Þess að auki hefur hann einnig spilað 58 leiki í Bestu deildinni og því ljóst um að reynslumikinn leikmann er að ræða.

Knattspyrnudeildin býður Indriða hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!

Mynd: Hafliði Breiðfjörð/fotbolti.net