Kenny Hogg með 200 leiki fyrir Knattspyrnudeild Njarðvíkur!
Kenny lék á föstudagskvöld leik númer 200 fyrir Njarðvík í keppnum á vegum KSÍ.
Undir það teljast leikir í Íslandsmóti, bikarkeppni og deildarbikarnum.
Leikurinn kom þó reyndar í 1-4 tapi Njarðvíkurliðsins gegn Aftureldingu, en sagan er þó ekki skrifuð í einum leik.
Kenny sem kom upprunalega til okkar frá Tindastól árið 2017 þar sem hann hafði leikið með norðanmönnum eina leiktíð hefur nú spilað 200 leiki fyrir Ungmennafélagið, en ásamt því er Kenny einnig markahæsti leikmaður í sögu félagsins og er í dag fyrirliði liðsins.
Það er því óhætt að segja að skoski miðjumaðurinn hefur sett sinn svip á félagið síðastliðin árin.
Knattspyrnudeildin óskar Kenny innilega til hamingju með áfangann og vonumst eftir að sjá hann í grænu treyjunni um ókomna tíð.
Áfram Njarðvík!