Kvennaliðið í góðu yfirlæti á ThaiPrenta

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur kom saman á dögunum og stillti saman strengi sína fyrir átökin sem framundan eru í undanúrslitum Maltbikarsins í Laugardalshöll.

Liðið snæddi saman dýrindis máltíð á veitingastaðnum Thai við Hafnargötu í Reykjanesbæ enda veitir ekki af hollum og góðum mat á leið inn í undanúrslitin.

Kvennalið Njarðvíkur vill koma á framfæri innilegu þakklæti til Thai Keflavík fyrir góðar móttökur og frábæran mat.

Svo vonumst við auðvitað til þess að sem flestir leggi leið sína í Laugardalshöll fimmtudaginn 11. janúar þegar Njarðvík og Skallagrímur mætast í undanúrslitum Maltbikarsins kl. 17:00.

Miðasala

 

ThaiLogo