Leikmenn mánaðarinsPrenta

Fótbolti

Þau Helga Sóley Þorgeirsdóttir og Kári Ásmundsson hafa verið valin leikmenn mánaðarins hjá yngri flokkum Njarðvíkur.

Helga Sóley er leikmaður í 5. flokki kvenna. Hún fær viðurkenningu fyrir góða mætingu, kurteisi og dugnað á æfingum sem og í leikjum.

Kári Ásmundsson er leikmaður í 5.flokki karla. Hann fær viðurkenningu fyrir góða mætingu, sýnir framfarir og er frábær liðsmaður.

 

Óskum þeim báðum til hamingju.

 

ÁFRAM NJARÐVÍK