Nýtt starfsár yngri flokka hefst 31. ágústPrenta

Körfubolti

Karfa góð!
Leiktímabilið 2022-2023 er að hefjast hjá barna- og unglingaráði Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Vonandi hafa allir verið duglegir að æfa sig í sumar. Nokkrar breytingar verða á þjálfarahópi vetrarins en nýverið kynntum við Bruno Richotti til leiks og bíðum spennt eftir samstarfinu við þennan reynda þjálfara. Sem fyrr verður nóg við að vera, æfingar, mót og að sjálfsögðu nóg við að vera í Ljónagryfjunni hjá meistaraflokkunum líka. Hér á eftir fara allar helstu upplýsingar um starfið framundan í vetur. Hlökkum til að sjá ykkur í Ljónagryfjunni!

Æfingataflan er klár fyrir veturinn og munu æfingar hefjast samkvæmt æfingatöflu 31.ágúst. En taflan er alltaf tilkynnt í byrjun vetrar með fyrirvara um breytingar fyrstu tvær vikurnar.

Hér er hægt að sjá æfingatöflu vetrarins en hún er tilkynnt með fyrirvara um breytingar. Taflan er unnin í samstarfi við knattspyrnudeild félagsins til að reyna að hafa skörun æfinga hjá þeim yngstu sem minnsta.

Skráning iðkenda fer í gegnum heimasíðu félagsins www.umfn.is  efst á síðunni ” skráning iðkenda“. Hér eru leiðbeiningar um nýskráningu í gegnum nýja skráningarforritið Sportabler. Opnað hefur verið fyrir skráningar.

Breyting á þjálfarahópnum

Það hafa orðið nokkrar breytingar á þjálfarahópnum okkar. Þau Veigar Páll Alexandersson, Helena Rafnsdóttir og Vilborg Jónssdóttir kveðja okkur í bili og hafa öll farið til Bandaríkjana til að stunda nám og spila körfubolta á skólastyrkjum. Félagið þakkar þeim kærlega fyrir starfið og óskar þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum. 

Nýjir þjálfara til starfa

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ráðið til sín Bruno Richotti til þess að þjálfa hjá yngri flokkum félagsins á komandi leiktíð. Bruno er reyndur þjálfari sem hefur menntað sig og starfað sem yngri flokka þjálfari á Spáni. Á þar síðustu leiktíð söðlaði hann um og þjálfaði yngri flokka hjá ítalska félaginu Fortitua Scauri. Einnig hefur hann reynslu af þjálfun í heimalandi sínu Argentínu.

Bruno Richotti er 33 ára gamall og kemur af mikilli körfuboltafjölskyldu og bindur barna- og unglingaráð KKD Njarðvíkur miklar vonir við væntanlegt samstarf við nýja þjálfarann. Bruno mun taka að sér þjálfun fjögurra flokka og sjá um morgunæfingar. Nánar hér um ráðningu Bruno Richotti.

Einnig hefur Þuríður Birna Björnsdóttir komið inní þjálfarateymið hjá félaginu en hún hefur spilað með meistaraflokki kvenna síðustu ár. Þura mun þjálfa 10 og 11 ára stúlkur ásamt Bylgju Sverrisdóttur. Þess má geta að hún sækir nú fyrsta stig þjálfaramenntunar KKÍ sem er haldið nú í haust.

Einnig munu fjöldi astoðarþjálfara koma að starfinu, en þess má geta að margir aðalþjálfarar félagins byrjuðu einmitt sem aðstoðarþjálfarar í yngri flokkum.

Morgunæfingar hefjast svo seinna í haust en þær eru tvisvar í viku fyrir 7.flokk og eldri.

Einnig verður áfram haldið með styrktarþjálfun í umsjón Ólafs Hrafns Ólafssonar en hann hefur verið styrkarþjálfari félagsins í mörg ár við góðan orðstír. Verkefnið „Haus hugarþjálfun“ heldur einnig  áfram en það gekk mjög vel á síðasta tímabili. Rétt eins og á síðustu leiktíð er barna- og unglingaráð KKD UMFN að bjóða upp á fjölbreytt starf þar sem hugað er vel að andlegum- sem og líkamlegum þáttum iðkenda.

#ÁframNjarðvík

Þjálfarar Njarðvíkur 2022-2023

12.fl kk og Ungmennaflokkur: Bruno Richotti og Dedrick Basile
9fl.-12.fl. kvenna: Bruno Richotti, Aliyah Collier og Rúnar Ingi Erlingsson
9.-11.fl karla: Bruno Richotti og Hermann Ingi Harðarson
7.-8. fl. karla: Bruno Richotti og Hermann Ingi Harðarson
7.-8. fl. kvenna: Eygló Alexandersdóttir
mb 10-11 ára drengja: Benedikt Guðmundsson og Mario Matasovic
mb 10-11 ára stúlkna: Bylgja Sverrisdóttir og Þuríður Birna Björnsdóttir
mb 8-9 ára drengja: Benedikt Guðmundsson og Aliyah Collier
mb 8-9 ára stúlkna: Agnar Mar Gunnarsson og Bylgja Sverrisdóttir
mb 6-7 ára drengja: Agnar Mar Gunnarsson
mb 6-7 ára stúlkna: Agnar Mar Gunnarsson
Leikskólahópur: Agnar Mar Gunnarsson

Yfirþjálfari er Logi Gunnarsson
Fyrirspurnir til unglingaráðs má senda á unglingarad@umfn.is
Barna og unglingaráð KKD UMFN á Facebook