Aðalstjórn UMFN
Þorrablót UMFN fór fram laugardaginn 4.feb. s.l. Stútfullt hús og stemmning í hámarki.
Venju samkvæmt var tekið á móti gestum með hárkarli og brennivíni.
Dagskráin var hefðbundin, matur, söngur og gleði, annáll, skemmtiatriði og svo ball. Öll þessi atriði tókust vel og var annállinn sérstaklega beittur og skemmtilegur. Örvar Kristjáns sá um að stýra veislunni eins og honum er einum er lagið. Lukkan var með 14 gestum sem hlutu vinning í þorralukkunni í ár og voru vinningarnir af dýrari gerðinni og vill þorrablótsnefndin koma á þökkum til þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem styrktu þorrablótið í ár.
Keli úr Í svörtum fötum kom fólkinu heldur betur í stuð eða réttara sagt gerði allt vitlaust á góðan hátt.
Sama má segja um Röggu Gísla og Albatross sem sáu um að fólk var ekki að týnast út fyrr en langt var liðið fram á nótt.
Við viljum þakka öllum skemmtikröftunum fyrir hið fullkomna gigg!
Þökkum Annaálsgerðarfólki og leikurum fyrir þvílíka sýningu!
Þökkum Viktori hljóðmanni og ljósafólkinu okkar þeim Berglindi og Magga sem breyttu íþróttahúsinu okkar í Hörpu! Takk!!
Nefndin vill færa Árna Gunnlaugssyni sérstakar þakkir. Hann flutti fyrir okkur ÖLL tæki og tól svo hægt væri að gera salinn svona stórglæsilegan!
Að lokum vill Aðalstjórn UMFN þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn til þess að geta haldið svona glæsilegt blót, það þarf ansi mikið að ganga heim og saman til þess að þetta gangi allt upp, og sérstaklega er Þorrablótsnefndinni sendar okkar bestu þakkir fyrir þeirra miklu vinnu við að landa þessu þrekvirki á jafn góðan máta og úr varð. Að auki fá styrktaraðilar kærar þakkir fyrir sín framlög.
Hér fyrir neðan eru myndir frá þorrablótinu
Aðalstjórn UMFN
Myndagallerý